Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 08. nóvember 2017 06:00
Helgi Fannar Sigurðsson
Ætlar að yfirgefa Chelsea eftir sjö ár hjá félaginu
Delac hefur aldrei leikið með Chelsea í úrvalsdeildinni.
Delac hefur aldrei leikið með Chelsea í úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Matej Delac, 25 ára markvörður Chelsea og jafnframt sá leikmaður í aðalliði félagsins í dag sem hefur verið lengst hjá því, hefur nú staðfest að hann muni yfirgefa þá bláklæddu á næstunni.

Delac, sem er Króati, hefur þó aldrei leikið fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðan hann kom þangað fyrir sjö árum vegna vandræða með atvinnuleyfi.

Eftir að hafa eytt miklum tíma á láni síðustu ár hefur Delac nú ákveðið að tími sé til kominn á að yfirgefa Chelsea endanlega.

„Fljótlega kemur sá tími að ég þarf að að yfirgefa Chelsea. Margir hafa spurt mig hvort ég sjái eftir því að hafa farið til Chelsea svona ungur í stað þess að fara í smærra lið en ég svara því alltaf neitandi," sagði Delac.

„Hæfileikar voru aldrei vandamálið og Chelsea hafði alltaf trú á mér, atvinnuleyfið hefur aftur á móti alltaf verið aðal vandamálið."
Athugasemdir
banner
banner
banner