Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. nóvember 2018 13:49
Elvar Geir Magnússon
Birkir orðinn leikfær
Birkir Bjarnason landsliðsmaður.
Birkir Bjarnason landsliðsmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er búinn að hrista af sér nárameiðsli.

Hann verður leikfær þegar lið hans, Aston Villa, heimsækir Derby í ensku Championship-deildinni á laugardag.

Þetta kom fram á fréttamannafundi Aston Villa í dag.

Villa er í 14. sæti Championship-deildarinnar.

Á morgun verður opinberaður næsti landsliðshópur, sem mætir Belgíu (Þjóðadeildin) þann 15. nóvember og Katar (vináttulandsleikur) fjórum dögum síðar. Báðir leikirnir verða í Belgíu.

Talsvert er um forföll í hópnum og gleðitíðindi að Birkir sé orðinn klár í slaginn.
Athugasemdir
banner
banner