Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. nóvember 2018 10:30
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg: Enn ein sönnunin fyrir þörfinni á VAR
Sterling fékk víti á ótrúlegan hátt.
Sterling fékk víti á ótrúlegan hátt.
Mynd: Getty Images
Manchester City fékk glórulausa vítaspyrnu í 6-0 sigrinum gegn Shaktar Donetsk í gær. Raheem Sterling sparkaði í jörðina og féll til jarðar án þess að nokkur snerti hann.

Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að ef Sterling hefði viðurkennt fyrir Viktor Kassai, dómara leiksins, að þetta hafi verið rangur dómur þá hefði Kassai getað ráðfært sig við aðstoðarmenn sína og hætt við dóminn.

„Þetta atvik í gær vekur aftur upp umræðu um hversu mikil þörfin fyrir VAR er. Kassai var illa staðsettur til að ákveða hvort brotið hafi verið á Sterling. Sprotadómarinn fyrir aftan marklínuna var fullkomlega staðsettur en lét dómarann ekki vita af því að engin snerting hafi átt sér stað," segir Clattenburg.

„VAR kemur inn í Meistaradeildina frá og með næsta tímabili. Þetta atvik sýnir að því fyrr sem VAR kemur, því betra."

Sjá einnig:
Sterling biður dómarann afsökunar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner