Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. nóvember 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Ensku liðin í góðum málum
Welbeck skoraði sigurmark Arsenal í fyrri leiknum gegn Sporting.
Welbeck skoraði sigurmark Arsenal í fyrri leiknum gegn Sporting.
Mynd: Getty Images
Loftus-Cheek fór á kostum gegn BATE á Stamford Bridge.
Loftus-Cheek fór á kostum gegn BATE á Stamford Bridge.
Mynd: Getty Images
Hannes gæti fallið úr leik.
Hannes gæti fallið úr leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er leikið í Evrópudeildinni í dag. Ensku félögin Arsenal og Chelsea geta tryggt sig áfram í 32-liða úrslitin í kvöld.

Chelsea mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og ætti að vinna þann leik nokkuð örugglega. Chelsea er á toppi síns riðils með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Öll hin liðin í riðlinum eru með þrjú stig. Staða Chelsea er því býsna góð.

Arsenal mun komast áfram með því að vinna gegn Sporting Lissabon á heimavelli. Arsenal er fyrir leikinn með níu stig og Sporting með sex stig. Í sama riðli munu Hannes Þór Halldórsson og félagar í Qarabag falla úr leik ef liðið tapar gegn Vorskla frá Úkraínu.

Matthías Vilhjálmsson og félagar Rosenborg gætu líka fallið úr leik í dag, ef þeir tapa gegn Salzburg á heimavelli. Rosenborg hefur tapað öllum leikjum sínum hingað til.

Guðlaugur Victor Pálsson og hans liðsfélagar gætu tryggt sig áfram gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld. Zürich er með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Malmö með Arnór Ingva Traustason innanborðs er með fjögur stig fyrir leik sinn gegn Sarpsborg. Orri Sigurður Ómarsson er leikmaður Sarpsborg en hann fær lítið sem ekkert að spila. Sarpsborg er eins og Malmö með fjögur stig.

Krasnodar, lið Jóns Guðna Fjólusonar, er með sex stig fyrir leik sinn gegn Standard Liege.

Hér að neðan eru allir leikir dagsins. Sýnt er frá fjórum leikjum í beinni útsendingu.

Með því að smella hér geturðu séð stöðuna í riðlunum fyrir fjórðu umferð og hvað úrslitin í kvöld þýða fyrir framhaldið.

A-riðill
20:00 Bayer Leverkusen - Zürich
20:00 Ludogorets - AEK Larnaca

B-riðill
20:00 Rosenborg - Salzburg
20:00 Celtic - RB Leipzig

C-riðill
20:00 Slavia Prag - FC Kaupmannahöfn
20:00 Bordeaux - Zenit

D-riðill
15:50 Fenerbache - Anderlecht
20:00 Dinamo Zagreb - Spartak Trnava

E-riðill
20:00 Vorskla - Qarabag
20:00 Arsenal - Sporting Lissabon (Stöð 2 Sport)

F-riðill
20:00 Real Betis - AC Milan (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Olympiakos - Dudelange

G-riðill
17:55 Spartak Moskva - Rangers
17:55 Rapíd Vín - Villarreal

H-riðill
17:55 Apollon - Eintracht Frankfurt
17:55 Lazio - Marseille (Stöð 2 Sport)

I-riðill
17:55 Sarpsborg - Malmö
17:55 Genk - Besiktas

J-riðill
17:55 Krasnodar - Standard Liege
17:55 Akhisar Belediyespor - Sevilla

K-riðill
15:50 Astana - Jablonec
17:55 Dynamo Kiev - Rennes

L-riðill
17:55 Bate - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
17:55 Vidi - PAOK
Athugasemdir
banner
banner