Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. nóvember 2018 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Skallamark Giroud kom Chelsea í 32-liða úrslit
Olivier Giroud skoraði sigurmark Chelsea í kvöld
Olivier Giroud skoraði sigurmark Chelsea í kvöld
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard og lærisveinar hans töpuðu naumlega, 4-3.
Steven Gerrard og lærisveinar hans töpuðu naumlega, 4-3.
Mynd: Getty Images
Fyrri hluta Evrópudeildarinnar er lokið í dag en Chelsea lagði BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi, 1-0. Olivier Giroud skoraði eina mark leiksins.

Það er gríðarlega mikil spenna í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en eftir öruggan sigur Chelsea á Stamford Bridge í síðustu umferð þá tókst liðinu aðeins að skora eitt mark á útivelli í kvöld.

Olivier Giroud gerði eina mark leiksins og skal það ekki koma neinum á óvart að það kom eftir skalla. Emerson átti þá laglega fyrirgjöf frá vinstri á kollinn á Giroud sem stýrði honum í netið.

Chelsea er í efsta sæti L-riðils með 12 stig og búið að tryggja sig áfram.

Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö gerðu þá 1-1 jafntefli við Sarpsborg sem verður að teljast dýrkeypt hjá sænska liðinu sem er með 5 stig í neðsta sæti riðilsins. Það er þó ekki öll von úti enda er liðið í efsta sætinu með 6 stig.

Arnór lék allan leikinn. Jón Guðni Fjóluson sat allan tímann á varamannabekk Krasnodar sem vann Standard Liege 2-1.

Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers töpuðu fyrir Spartak Moskvu, 4-3, en skoska liðið var 3-2 yfir í hálfleik. Liðið glutraði þessu þó niður í þeim síðari og dýrkeypt tap Gerrard og félaga.

Úrslit og markaskorarar:

Fenerbahce 2 - 0 Anderlecht
1-0 Andre Ayew ('71 )
2-0 Michael Frey ('74 )

Spartak 4 - 3 Rangers
1-0 Roman Eremenko ('5 , sjálfsmark)
2-0 Lorenzo Melgarejo ('22 )
2-1 Daniel Candeias ('27 )
2-2 James Tavernier ('35 , sjálfsmark)
2-3 Glenn Middleton ('41 )
3-3 Luiz Adriano ('58 )
4-3 Sofiane Hanni ('59 )

Rapid 0 - 0 Villarreal

Apollon Limassol 2 - 3 Eintracht Frankfurt
0-1 Luka Jovic ('17 )
0-2 Sebastien Haller ('55 )
0-3 Mijat Gacinovic ('58 )
1-3 Emilio Zelaya ('71 )
2-3 Emilio Zelaya ('90 , víti)

Rautt spjald:Marc Stendera, Eintracht Frankfurt ('81)
Lazio 2 - 1 Marseille
1-0 Marco Parolo ('45 )
2-0 Joaquin Correa ('55 )
2-1 Florian Thauvin ('60 )

Malmo FF 1 - 1 Sarpsborg
0-1 Patrick Mortensen ('63 )
1-1 Marcus Antonsson ('67 )

Genk 1 - 1 Besiktas
0-1 Ricardo Quaresma ('16 )
1-1 Sander Berge ('87 )

FK Krasnodar 2 - 1 Standard
0-1 Mehdi Carcela ('19 )
1-1 Magomed Suleimanov ('79 )
2-1 Francisco Wanderson ('82 )

Akhisar Bld genclik 2 - 3 Sevilla
0-1 Nolito ('12 )
0-2 Luis Muriel ('38 )
1-2 Elvis Manu ('52 )
1-2 Guray Vural ('57 , Misnotað víti)
2-2 Onur Ayik ('78 )
2-3 Ever Banega ('87 , víti)
Rautt spjald:Sergi Gomez, Sevilla ('56)

Astana 2 - 1 Jablonec
1-0 Pedro Henrique ('18 )
1-1 David Lischka ('41 )
2-1 Evgeni Postnikov ('88 )

Dynamo K. 3 - 1 Rennes
1-0 Benjamin Verbic ('13 )
2-0 Vitaliy Mykolenko ('68 )
3-0 Mykola Shaparenko ('72 )
3-1 Jordan Siebatcheu ('89 )

BATE 0 - 1 Chelsea
0-1 Olivier Giroud ('52 )

Vidi 1 - 0 PAOK
1-0 Georgi Milanov ('50 )
Athugasemdir
banner
banner