Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. nóvember 2018 20:44
Brynjar Ingi Erluson
Gunnar Þór og Sindri Snær framlengja við KR
Gunnar Þór í leik með KR í sumar
Gunnar Þór í leik með KR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Gunnar Þór Gunnarsson og Sindri Snær Jensson framlengdu í dag samninga sína við KR til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Sindri er fæddur árið 1986 og lék bæði fyrir Val og Þrótt í efstu deild áður en hann samdi við KR árið 2014.

Hann á að baki 15 leiki í deild- og bikar fyrir KR og varð bikarmeistari með liðinu 2014.

Gunnar Þór er fæddur 1985 og er uppalinn í Fram. Hann fór frá félaginu til Hammarby í Svíþjóð þar sem hann spilaði eitt tímabil áður en hann samdi við Norrköping. Eftir fimm ár í atvinnumennsku hélt hann heim og samdi við KR.

Hann hefur verið þar síðan en hann á 108 leiki í deild- og bikar og skorað 3 mörk. Hann hefur orðið Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari þrisvar sinnum með félaginu.

Þeir hafa báðir framlengt samninga sína en þeir gilda út árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner