Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 08. nóvember 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Hallvarður Sig skrifar undir hjá Fjölni til 2021
Hallvarður í leik í Pepsi-deildinni.
Hallvarður í leik í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Hinn 19 ára Hallvarður Óskar Sigurðarson hefur skrifað undir samning við Fjölni til ársins 2021.

Hann kom við sögu í átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en Fjölnismenn féllu niður í Inkasso-deildina.

„Hallvarður er 19 ára öflugur vinstri fótar leikmaður sem hefur spilað upp alla yngri flokka félagsins. Fjölnir óskar Hallvarði til hamingju með samninginn og væntum við mikils af honum í framtíðinni," segir á Twitter síðu Fjölnis.

Faðir hans er Sigurður Hallvarðsson heitinn, fyrrum leikmaður Þróttar, og bróðir hans er Aron Sigurðarson, atvinnumaður hjá Start.

Fjölnismenn hafa hafið undirbúning fyrir komandi tímabil í Inkasso-deildinni en Ásmundur Arnarsson er tekinn við þjálfun liðsins á ný.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner