Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 08. nóvember 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Henry: Segja að þetta geti ekki versnað - Svo versnar það
Thierry Henry í Mónakó.
Thierry Henry í Mónakó.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry er enn í leit að sínum fyrsta sigri sem stjóri Mónakó, eftir fimm leiki við stjórnvölinn.

„Eftir hvern leik er fólk sem segir mér að þetta geti ekki orðið verra, svo versnar þetta," sagði Henry eftir 4-0 tap gegn Club Brugge í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Fyrir einu og hálfu ári var Mónakó að gera frábærlega í Evrópukeppninni og á toppi frönsku deildarinnar. Nú er liðið í fallsæti í Frakklandi.

„Jafnvægið milli félagsins og liðsins er viðkvæmt og þegar það er verið að skipta leikmönnum á markaðnum eins og sælgæti þá er það áhætta. En enginn gat ímyndað sér það að liðið gæti hrapað svona langt niður og svona snöggt," segir íþróttafréttamaðurinn Régis Testelin hjá L’Equipe.

Henry þarf að sýna að það sé eitthvað spunnið í hann sem þjálfara og að hann treysti á meira en sinn eigin glæsta leikmannaferil til að koma Mónakó á beinu brautina.

Síðasta verkefni Mónakó fyrir landsleikjahlé? Leikur gegn Paris Saint-Germain á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner