banner
   fim 08. nóvember 2018 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Hörður ósáttur við rauða spjaldið: Fullkomin tækling í mínum huga
Hörður Björgvin í leik með CSKA
Hörður Björgvin í leik með CSKA
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk í 2-1 tapinu gegn Roma í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en hann gaf það í skyn á Twitter.

Hörður hefur verið í lykilhlutverki hjá CSKA frá því hann kom frá Bristol City í sumar en hann var að annan leik sinn í Meistaradeildinni.

Hann fékk að líta gula spjaldið á 30. mínútu áður en hann var rekinn af velli á 56. mínútu. Justin Kluivert var að koma sér í kjörstöðu áður en Hörður ákvað að henda sér í tæklingu.

Cuynet Cakir, dómari leiksins, vísaði Herði af velli en hann er þó ekki sáttur við dómgæsluna. Hann birtir mynd á Twitter þar sem hann sést fara í boltann áður en Kluivert fer í jörðina.

Hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan.



Athugasemdir
banner
banner