fim 08. nóvember 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Jordi Alba aftur valinn í spænska landsliðið
Jordi Alba.
Jordi Alba.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique hefur valið Jordi Alba í spænska landsliðshópinn sem mætir Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu.

Alba var ekki valinn í fyrstu tvo landsliðshópa Enrique og talað um möguleg illindi milli þeirra tveggja.

Alba hefur staðið sig vel á tímabilinu og kemur inn í hópinn.

Paco Alcacer missir sæti sitt þar sem Isco er klár aftur í slaginn. Þá er ekkert pláss fyrir Diego Costa.

Spánn mætir Króatíu í Þjóðadeildinni þann 15. nóvember og svo Bosníu þremur dögum síðar.

Hópurinn: Pau, De Gea, Kepa; Otto, Azpilicueta, Diego Llorente, Ramos, Hermoso, Inigo, Gaya, Alba; Sergi Roberto, Ceballos, Brais, Rodri, Busquets, Fornals, Saul; Suso, Rodrigo, Aspas, Morata, Asensio, Isco
Athugasemdir
banner
banner
banner