Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 08. nóvember 2018 17:30
Fótbolti.net
Keflavík með versta heimavöllinn en Valur þann besta
Frá heimavelli Vals á Hlíðarenda.
Frá heimavelli Vals á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar heimavallarárangur allra fótboltaliða landsins í þremur efstu deildum er skoðaður kemur í ljós að heimavöllur Valsmanna er besti heimavöllur landsins, út frá stigasöfnun, annað árið í röð.

Í fyrra náðu Valsmenn í 29 stig á heimavelli og voru með 18 mörk í plús og í ár náðu þeir einnig í 29 stig en voru með 21 mark í plús.

Grótta var það lið sem skoraði flest mörk á heimavelli í sumar eða alls 38 mörk. Líkt og í fyrra eru liðin sem leika heimaleiki sína á gervigrasi að standa sig vel.

Eins og fyrr segir var Valur með bestan árangur á heimavelli í Úrvalsdeildinni, í 1. deildinni var það HK og í 2. deildinni var það Grótta og leika öll þessi lið sína heimaleiki á gervigrasi. Einnig má geta þess að af þeim 5 liðum sem voru að skora best á heimavelli léku 4 af þeim á gervigrasi (Grótta, Valur, Kári og Þróttur).

Keflavík fer í sögubækurnar fyrir slakan árangurinn á heimavelli en liðið náði ekki í neitt einasta stig á heimavelli og skoraði aðeins 5 mörk, árangur sem seint verður toppaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner