Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 08. nóvember 2018 13:18
Elvar Geir Magnússon
Mousa Dembele spilar ekki meira á árinu
Mousa Dembele.
Mousa Dembele.
Mynd: Getty Images
Skoðun á meiðslum Mousa Dembele, miðjumanns Tottenham, hafa leitt í ljós að hann spilar ekki meira á þessu ári.

Liðbönd í hægri ökkla hans eru sködduð.

Þetta kom fram á fréttamannafundi Tottenham í dag.

„Þetta snýst alltaf um þolinmæði, hvernig hann bregst við meiðslunum. En við vonumst til þess að hann spili í byrjun janúar," segir Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.

Það eru betri fréttir af Eric Dier og Victor Wanyama sem eru farnir að æfa á ný eftir meiðsli.

Jan Vertonghen, sem er meiddur aftan í læri, og Danny Rose, meiddur í nára, eru báðir í endurhæfingarferli.

Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner