Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. nóvember 2018 13:31
Elvar Geir Magnússon
Nasri orðaður við West Ham
Samir Nasri.
Samir Nasri.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að West Ham sé að íhuga að fá til sín Samir Nasri sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að leikbann hans rann út í síðustu viku.

Nasri fékk bann í febrúar. Nasri fékk vökva í æð frá Drip Doctors en það á að hjálpa líkamanum að berjast gegn alls konar veikindum og um leið gera hann frískari. Leikmaðurinn, sem var á þessum tíma á mála hjá Sevilla, braut með þessu lyfjareglur í spænsku deildinni.

Hinn 31 árs Nasri er nú í leit að nýju félagi og sagt er að Marco Silva, stjóri Everton, hafi áhuga.

Mirror segir að West Ham hafi einnig áhuga á þessum fyrrum landsliðsmanni Frakklands.

Manuel Pellegrini ætlar að styrkja sitt lið en Manuel Lanzini, Andriy Yarmolenko, Carlos Sanches og Jack Wilshere eru allir að glíma við meiðsli.

Nasri er fyrrum leikmaður Manchester City, var á láni hjá Sevilla og gekk svo í raðir Antalyaspor í Tyrklandi. Hann lék aðeins átta leiki fyrir tyrkneska liðið, skoraði tvö mörk, áður en hann yfirgaf það.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner