fim 08. nóvember 2018 12:15
Magnús Már Einarsson
Pogba: Komum fólki á óvart
Mynd: Getty Images
„Þetta var frábært," sagði Paul Pogba miðjumaður Manchester United eftir sigur á hans gömlu félögum í Juventus í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Cristiano Ronaldo kom Juventus yfir en Manchester United sneri taflinu við undir lokin með tveimur mörkum eftir aukaspyrnur.

„Við vissum að Juventus er stórt lið og þegar þeir skoruðu þá höfðu við engu að tapa. Við héldum áfram og við vitum að við getum verið hættulegir í aukaspyrnum. Við spiluðum upp á það og skoruðum tvö mörk."

Á sunnudaginn er framundan stórleikur þar sem Manchester United mætir nágrönnum sínum í Manchester City.

„Það er alltaf gott ef að vera talið ólíklegra liðið, fólk býst við slæmu frá okkur en síðan komum við fólki á óvart. Það sem er mikilvægast er stigin þrjú."
Athugasemdir
banner
banner
banner