Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 08. nóvember 2018 18:45
Brynjar Ingi Erluson
PSG vill fá Zlatan aftur - „Ég verð aðalmaðurinn"
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvað sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic tekur sér fyrir hendur eftir ævintýrið með Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni en hann gæti vel hugsað sér að fara aftur til Frakklands.

Það tók Zlatan ekki nema fjögur tímabil til þess að ná í titilinn sem markahæsti leikmaður Paris Saint-Germain í sögu félagsins en hann gerði 156 mörk í 180 leikjum fyrir liðið.

Hann fór svo á frjálsri sölu til Manchester United þar sem hann lék tvö tímabil áður en hann fór til Galaxy. Hann skoraði 22 mörk í 27 leikjum fyrir Galaxy í MLS-deildinni en liðið missti af sæti í úrslitakeppnina.

Hann er nú að skoða þann möguleika að fara í annað félag en hann staðfestir áhuga frá PSG.

„PSG vill fá mig aftur til þess að vinna fyrir félagið. Gera hvað þar? Bara nákvæmlega það sem mér sýnist. Ef ég fer aftur til PSG þá verð ég aðalmaðurinn þar," sagði Zlatan við franska tímaritið L'Equipe.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner