banner
   fim 08. nóvember 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Túfa: Atvinnumennska í Pepsi-deildinni eftir nokkur ár
Vill fjölga leikjum
Túfa segir að íslenski boltinn sé á allt öðrum stað en þegar hann kom til Íslands árið 2006.
Túfa segir að íslenski boltinn sé á allt öðrum stað en þegar hann kom til Íslands árið 2006.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég held að eftir nokkur ár verði úrvalsdeildin hérna orðin atvinnumennska," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindvíkinga, í Miðjunni á Fótbolta.net í gær.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni

„Ef við tökum umgjörðina hjá bestu liðunum sem dæmi þá er FH með GPS vesti í fyrra, tvo aðstoðarþjálfara og tvo fitness þjálara sem mæta á hverjum degi. Þetta er eins og í Skandinavíu og jafnvel betra."

Túfa væri til í að fjölga leikjum á Íslandsmótinu og spila í þrefalda umferð í Pepsi-deildinni.

„Ef við erum að tala um tólf liða deild þá væri ég til í að hafa þrefalda umferð. Ég væri til í að byrja fyrr og hafa aðeins lengra mót. Ég væri til í að byrja í lok mars eins og í Noregi og enda í lok október. Flest lið eru að fara yfir á gervigras. Þetta myndi minnka undirbúningstímabilið sem er langt og strangt og alltof langt fyrir fótboltamenn. Ég held að það væri meiri stemning hjá liðunum og deildin yrði ennþá skemmtilegri," sagði Túfa.

Túfa kom fyrst til Íslands árið 2006 þegar hann gekk til liðs við KA sem leikmaður. Hann segir margt breytt í íslenska boltanum síðan þá.

„Það er mikill munur hér á landi síðan ég kom til Íslands á öllum sviðum. Gæðin eru betri og umgjörðin er miklu betri," sagði Túfa.

Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Túfa í Miðjunni
Athugasemdir
banner
banner
banner