Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. nóvember 2018 15:30
Elvar Geir Magnússon
Um 20 stuðningsmenn AC Milan handteknir á Spáni
Mynd: Getty Images
Um 20 stuðningsmenn AC Milan voru handteknir í Sevilla í gærkvöldi en ítalska liðið mætir Real Betis í Evrópudeildinni í kvöld.

Milan tapaði þegar liðin mættust á San Siro og ætlar að bæta upp fyrir það.

Læti sköpuðust nálægt dómkirkjunni í Sevilla í gærkvöldi og hópur manna unnu skemmdarverk á opinberum byggingum, bílum og strætisvögnum.

Þá var reyksprengjum og blysum kastað og lögreglan þurfti að skerast í leikinn. Búið er að gefa út að öryggisgæsla á leiknum í kvöld verði aukin.

Real Betis er með 7 stig eftir þrjár umferðir í F-riðli, Milan með 6, Olympiakos 4 og Dudelange 0. Tvö efri liðin komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner