Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. nóvember 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Færeyska tímabilinu lauk í gær: HB vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB var búið að tryggja sér Færeyjameistaratitilinn fyrir lokaumferðina sem fór fram í gær. Þetta er annar titill HB frá 2014, en HB er sigursælasta liðið í Færeyjum og hefur unnið efstu deild níu sinnum á þessari öld.

HB mætti KÍ frá Klaksvík og skildu liðin jöfn, 1-1. HB eyðilagði jafnframt drauma KÍ um að komast aftur í Evrópukeppnina.

KÍ endaði nefnilega í þriðja sæti, einu stigi eftir NSÍ frá Runavík sem vann 3-4 sigur á B36 í lokaumferðinni. NSÍ mun því leika í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári en þetta eru einmitt þau tvö félög sem Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson stýrðu við góðan orðstýr á síðustu árum.

Skála ÍF og AB hríðféllu niður um deild. Skála fékk aðeins 7 stig úr 27 leikjum á meðan AB fékk 10 stig.

Stöðutaflan:
1. HB - 69 stig
2. NSÍ - 63
3. KÍ - 62
4. B36 - 59
5. Vikingur - 47
6. ÍF - 26
7. Streymur - 24
8. TB - 18
9. AB - 10
10. Skála - 7
Athugasemdir
banner
banner
banner