Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 08. nóvember 2020 19:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson: Verðum að taka þetta stig og halda áfram
Mynd: Getty Images
„Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað. Við verðum að taka þetta stig og halda áfram," sagði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eftir 1-1 jafntefli við Man City.

Liverpool tók forystu snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en City jafnaði eftir rúman hálftíma. City fékk tækifæri til að komast yfir úr vítaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Kevin de Bruyne brást bogalistinn. Lítið markvert gerðist í síðari hálfleik og lokatölur 1-1.

„Við byrjuðum mjög vel. Við byrjum oft vel en við byrjuðum sérstaklega vel í dag. Vinnusemin og áræðnin var virkilega góð, við vorum varnarlega sterkir og það var margt jákvætt í okkar leik," segir Henderson.

Liverpool fékk á sig vítaspyrnu, en Henderson finnst reglurnar um hendi strangar. Myndband af dómnum og vítaspyrnunni, sem Kevin de Bruyne klúðraði, má sjá hérna.

„Eru reglurnar skýrar um hendi? Mér finnst það ekki, en dómararnir fylgja reglunum. Fyrir leikmenn er þetta strangt. Það er erfitt fyrir alla að vita hvar á að staðsetja hendurnar. Vonandi geta dómararnir skoðað þetta," sagði Henderson.


Athugasemdir
banner
banner