Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - U19 byrjar undankeppnina í Litháen
Mynd: KSÍ

Það er einn leikur á dagskrá hjá íslensku landsliði í dag þar sem stelpurnar í U19 mæta til leiks í fyrsta leik sínum í undankeppni fyrir EM á næsta ári.


Undanriðillinn fer fram í Litháen og byrjar Ísland á leik við Liechtenstein sem hefst klukkan 09:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á YouTube rás knattspyrnusambandsins í Litháen.

Ísland þarf að hafa betur í riðli ásamt Litháen, Liechtenstein og Færeyjum til að komast á næsta stig undankeppninnar þar sem stærri þjóðir bíða eftir að spreyta sig.

Aðeins eitt lið fer upp úr riðlinum og í A-deild fyrir seinni umferð riðlakeppninnar.

Hópurinn
Birna Kristín Björnsdóttir - Afturelding (á láni frá Breiðabliki)
Írena Héðinsdóttir Gonzalez - Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
Elísa Lana Sigurjónsdóttir - FH
Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
Viktoría Diljá Halldórsdóttir - Haukar
Henríetta Ágústsdóttir - HK
Hildur Björk Búadóttir - HK (á láni frá Val)
Amelía Rún Fjeldsted - Keflavík
Snædís María Jörundsdóttir - Keflavík (á láni frá Stjörnunni)
Eva Stefánsdóttir - KH (á láni frá Val)
Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur
Mikaela Nótt Pétursdóttir - Valur (á láni frá Haukum)
Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir - Valur
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA
Jakobína Hjörvarsdóttir - Þór/KA
Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur R.
Katla Tryggvadóttir - Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner