Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 08. nóvember 2022 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Phil Neville verðlaunaður með nýjum samningi hjá Inter Miami
Mynd: Getty Images

Bandaríska MLS félagið Inter Miami, sem er meðal annars í eigu David Beckham, er búið að framlengja samninginn við aðalþjálfarann sinn Phil Neville.


Phil Neville er bróðir Gary Neville og léku þeir saman hjá Manchester United og enska landsliðinu sem leikmenn. Phil var bráðabirgðastjóri hjá Salford City áður en hann tók við enska kvennalandsliðinu og sat við stjórnvölinn þar í þrjú ár þar til hann var ráðinn til Miami í janúar 2021.

Phil gat ekki stýrt kvennalandsliðinu lengur útaf því að hann hafði ekki nóg að gera og svo setti Covid strik í reikninginn.

Hann hefur verið frábær í Miami og gert virkilega flotta hluti fyrir Inter sem er aðeins þriggja ára gamalt félag. Inter, sem er meðal annars með Kieran Gibbs og DeAndre Yedlin innanborðs, komst í úrslitakeppni MLS annað árið í röð en tapaði strax í fyrstu umferð gegn New York City FC.

Phil skrifaði undir eins árs samningsframlengingu við Inter Miami sem stefnir á að krækja í Sergio Busquets og Lionel Messi næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner