Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. nóvember 2022 09:16
Elvar Geir Magnússon
Phillips vongóður um að fara á HM - Í hóp hjá City á morgun
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips, miðjumaður Manchester City, segist vera mjög vongóður um að vera í enska landsliðshópnum á HM í Katar.

Þessi 26 ára leikmaður fór í aðgerð á öxl í september en Pep Guardiola hefur staðfest að hann verði á bekknum gegn Chelsea í deildabikarnum á morgun.

„Öxlin er í fullkomnu lagi núna. Ég hef farið í gegnum sjö vikna ferli til að verða klár eins fljótt og hægt er fyrir HM. Allt hefur gengið frábærlega," segir Phillips sem telur að hann sé klár í 90 mínútna fótbolta.

„Ég er mjög vongóður um að fara á HM en við þurfum að bíða og sjá."

Phillips hefur lítið spilað síðan hann var keyptur frá Leeds á 45 milljónir punda í sumar. Hann kom við sögu síðast í Meistaradeildarleik gegn Borussia Dortmund þann 14. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner