Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. nóvember 2022 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tuchel er tilbúinn að taka við landsliði
Mynd: EPA

Thomas Tuchel segist hafa áhuga á að taka við landsliði ef rétt tækifæri býðst.


Tuchel er samningslaus eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea í haust en hann er einnig með Mainz, Borussia Dortmund og PSG á ferilskránni. 

„Já, hví ekki? Ég hef aldrei hugsað neitt sérstaklega um þetta áður en ég er tilbúinn til að taka við landsliði ef rétt tækifæri býðst. Ég myndi bara taka við réttri þjóð sem á möguleika á að vinna stórmót eins og HM og EM," svaraði Tuchel þegar hann var spurður út í hvort hann væri reiðubúinn til að taka við landsliði.

Það þykir ljóst að einhverjir þjálfarar verða reknir yfir HM-tímann eða ákveða sjálfir að hætta að móti loknu. Þá opnast ýmsar hurðir fyrir Tuchel sem verður að vega og meta hvort hann vilji frekar þjálfa landslið eða félagslið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner