Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 08. desember 2018 22:04
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ítalía: Mikið skorað í jafnteflum
Ciro Immobile var á skotskónum hjá Lazio.
Ciro Immobile var á skotskónum hjá Lazio.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Kolarov og félagar í Roma náðu ekki að vinna Cagliari þrátt fyrir að hafa náð tveggja marka forystu.
Aleksandar Kolarov og félagar í Roma náðu ekki að vinna Cagliari þrátt fyrir að hafa náð tveggja marka forystu.
Mynd: Getty Images
Nú í kvöld fóru fram tveir leikir í ítölsku úrvalsdeildinni, þar mættust Cagliari og Roma annars vegar og Lazio og Roma hins vegar.

Roma byrjaði betur gegn Cagliari og komst yfir á 14. mínútu, Aleksandar Kolarov bætti svo við öðru marki Roma undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 0-2 fyrir gestunum í hálfleik.

Leikmenn Cagliari gáfust hins vegar ekki upp og náðu að jafna með mörkum frá Artur Ionita og Marco Sau en jöfnunarmarkið kom á 90. mínútu. Tvö rauð spjöld fóru á loft í lokin, en þeir Luca Ceppitelli og Darijo Srna voru reknir af velli.

Cagliari er í 13. sæti með 17 stig en Roma er í betri málum, í 6. sæti með 21 stig.

Það voru einnig skoruð fjögur mörk þegar Lazio tók á móti Sampdoria. Fabio Quagliarella skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir gestina á 21. mínútu.

Francesco Acerbi jafnaði fyrir heimamenn á 79. mínútu og Ciro Immobile kom þeim svo yfir með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu. Það mark reyndist ekki vera sigurmark leiksins því Riccardo Saponara jafnaði metin fyrir Sampdoria og því voru tvö mörk skoruð í uppbótartíma. Bartosz Bereszynski var rekinn af velli með rautt spjald á 90. mínútu.

Lazio er í fínum málum í 5. sæti deildarinnar með 25 stig en Sampdoria í 8. sæti með 20 stig.

Cagliari 2 - 2 Roma
0-1 Bryan Cristante ('14 )
0-2 Aleksandar Kolarov ('41 )
1-2 Artur Ionita ('84 )
2-2 Marco Sau ('90 )

Rautt spjald: Luca Ceppitelli, Cagliari ('90) Darijo Srna, Cagliari ('90)

Lazio 2 - 2 Sampdoria
0-1 Fabio Quagliarella ('21 )
1-1 Francesco Acerbi ('79 )
2-1 Ciro Immobile ('90 , víti)
2-2 Riccardo Saponara ('90 )

Rautt spjald:Bartosz Bereszynski, Sampdoria ('90)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 26 5 1 77 17 +60 83
2 Milan 32 21 6 5 63 37 +26 69
3 Juventus 32 18 9 5 45 24 +21 63
4 Bologna 32 16 11 5 45 25 +20 59
5 Roma 31 16 7 8 56 35 +21 55
6 Atalanta 31 15 6 10 57 36 +21 51
7 Napoli 32 13 10 9 50 40 +10 49
8 Lazio 32 15 4 13 41 35 +6 49
9 Torino 32 11 12 9 31 29 +2 45
10 Fiorentina 31 12 8 11 43 36 +7 44
11 Monza 32 11 10 11 34 41 -7 43
12 Genoa 32 9 12 11 35 39 -4 39
13 Lecce 32 7 11 14 27 48 -21 32
14 Cagliari 32 7 10 15 34 54 -20 31
15 Verona 32 6 10 16 30 44 -14 28
16 Udinese 31 4 16 11 30 47 -17 28
17 Empoli 32 7 7 18 25 48 -23 28
18 Frosinone 32 6 9 17 40 63 -23 27
19 Sassuolo 32 6 8 18 39 62 -23 26
20 Salernitana 32 2 9 21 26 68 -42 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner