Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við því að Agla María verði áfram í Breiðabliki
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Christian Lundström, sem er yfirmaður fótboltamála hjá kvennaliði Häcken í Svíþjóð, býst við því að Agla María Albertsdóttir verði áfram á láni hjá Breiðabliki á næstu leiktíð.

Agla María gekk aftur í raðir Breiðabliks frá Häcken á láni í júlí síðastliðnum.

Hún hélt til Häcken fyrir um ári síðan og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Henni gekk ekki nægilega vel hjá Häcken, náði ekki að verða fastamaður í því sterka liði og sneri því aftur í Breiðablik síðasta sumar.

Lundström segir í samtali við Fotbollskanalen að hann búist ekki við því að Agla María muni snúa aftur í lið Häcken fyrir næstu leiktíð.

Hann býst þó við því að Diljá Ýr Zomers muni leika með liðinu á næsta tímabili. Diljá spilaði með Norrköping á láni á síðustu leiktíð.

Það yrði sterkt fyrir Breiðablik að halda í Öglu Maríu sem er yfirleitt hluti af íslenska landsliðshópnum.

Blikar höfnuðu í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner