Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 12:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Gaal: Núna kyssum við hvorn annan á munninn
Van Gaal á fréttamannafundi..
Van Gaal á fréttamannafundi..
Mynd: EPA
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, þjálfari Hollands, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leikinn gegn Argentínu í átta-liða úrslitum HM. Með honum á fundinum var sóknarmaðurinn Memphis Depay.

Liðin eigast við á morgun í það sem má búast við að verði æsispennandi viðureign.

Í aðdraganda leiksins hefur verið nokkuð rætt um að Van Gaal sé að fara mæta fyrrum lærisveini sínum, Angel Di Maria. Þeir skildu skildu ekki í góðu er Di Maria yfirgaf Manchester United á sínum tíma.

„Hann er versti þjálfari sem ég hef nokkurn tímann verið með," sagði Di Maria um Van Gaal en hollenski þjálfarinn var spurður út í þetta á fréttamannafundi í dag. Svar hans hefur vakið mikla athygli.

„Versti þjálfarinn? Di Maria er einn af fáum sem er með þessa skoðun. Mér þykir það leitt og sorglegt að hann skuli segja þetta. Memphis vann líka með mér í Manchester og við kyssum hvorn annan á munninn," sagði Van Gaal en Memphis, sem sat við hlið hans, gat ekki annað en hlegið.

Memphis lék líka undir stjórn Van Gaal hjá Man Utd. Hann hrósaði þjálfaranum á fréttamannafundinum og sagði hollenska liðið hafa bætt sig mikið undir hans stjórn. En kossaflensið? Hann gat ekki staðfest það.

Van Gaal er ekki eins og fólk er flest.

föstudagur 9. desember
15:00 Króatía - Brasilía
19:00 Holland - Argentína


Athugasemdir
banner
banner
banner