Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 08. desember 2024 12:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðsli herja á leikmannahóp Bayern
Mynd: EPA

Meiðslalisti Bayern Munchen lengdist um helgina en Alphonso Davies og Kingsley Coman bættust á hann.


Bayern vann Heidenheim 4-2 í þýsku deildinni um helgina eftir að hafa fallið úr leik í bikarnum eftir tap gegn Leverkusen í vikunni.

Liðið varð fyrir áfalli í gær þar sem Davies og Coman meiddust en um er að ræða meiðsli aftan í læri hjá þeim báðum og verða þeir fjarverandi í einhvern tíma.

Harry Kane, Serge Gnabry, Joao Palinha og Manuel Neuer voru ekki með Bayern gegn Heidenheim í gær.


Athugasemdir
banner
banner