Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. janúar 2019 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Sarri eltist við fyrrum lærisvein sinn hjá Napoli
Elseid Hysaj er einn öflugasti bakvörður ítölsku deildarinnar
Elseid Hysaj er einn öflugasti bakvörður ítölsku deildarinnar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gerist sér miklar vonir um að landa Elseid Hysaj, leikmanni Napoli á Ítalíu, en umboðsmaður hans greinir frá þessu.

Sarri yfirgaf Napoli síðasta sumar og tók við Chelsea en liðinu hefur gengið ágætlega fyrri hluta leiktíðarinnar.

Chelsea er að losa sig við Davide Zappacosta en það þykir líklegt að hann fari til Lazio á láni út tímabili með möguleika á að hann gangi alfarið til liðs við félagið í sumar.

Sarri vill fá annan bakvörð í staðinn og er þar efstur á blaði Elseid Hysaj hjá Napoli en Sarri þjálfaði hann bæði hjá Napoli og Empoli.

Albanski hægri bakvörðurinn hefur verið einn besti leikmaður ítölsku deildarinnar síðustu ár og er ekki útilokað að hann gangi til liðs við Chelsea í janúar.

„Ég get ekki útilokað það að viðræður við Chelsea haldi áfram í janúar. Það voru viðræður síðasta sumar um að hann færi til Chelsea en núna er Davide Zappacosta ekki í myndinni hjá stjóranum," sagði umboðsmaður Hysaj.

Talið er að Chelsea sé einnig að ganga frá kaupum á Gonzalo Higuain en hann er í láni hjá Milan frá Juventus. Þá gæti Alvaro Morata farið til Sevilla auk þess sem Callum Hudson-Odoi nálgast Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner