Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. janúar 2019 22:45
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Burton: Vona að Guardiola sé með meira af víni
Nigel Clough í leiknum í kvöld
Nigel Clough í leiknum í kvöld
Mynd: Getty Images
Nigel Clough, stjóri Burton Albion, var nokkuð brattur miðað við 9-0 tap gegn bikarmeisturum Manchester City í kvöld en þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.

Clough var langt í frá að vera ósáttur með sína menn og taldi þá hafa fengið mikilvæga reynslu úr þessum leik.

„Við bjuggumst ekki við öðru þar sem það er himinn og haf á milli þessara liða. Við héldum meira að segja að mörkin hefðu getað verið fleiri. Við gerðum í raun ekki of mikið af mistökum, það voru kannski tvö eða þrjú mörk þar sem við hefðum getað gert betur en mér fannst við ekki það slakir," sagði Clough.

„Þegar drátturinn fór fram þá vissi ég að þetta gæti farið svona en vildi ég óska þess að við hefðum ekki spilað þennan leik? Alls ekki. Við komumst í sögubækurnar með að ná svona langt og þetta snerist ekki um leikinn í kvöld heldur afrekið að komast hingað."

„Við héldum áfram að berjast þar til leikurinn var flautaður af og þeir öskruðu að þeir vildu skora tíu mörk og við stöðvuðum þá í því. Það er jákvætt fyrir okkur en ungu strákarnir okkar fengu mikilvæga reynslu sem ekki er hægt að kaupa."


Pep Guardiola, stjóri City, kom inn á það í kvöld að hann ætlaði að fá sér eitt vínglas með Nigel í kvöld en hann vonast þó til að það verði aðeins meira af víni en það enda erfitt kvöld.

„Það er ekki gaman að fá á sig svona mikið af mörkum og maður getur ekki gert neitt til að koma í veg fyrir það. Pep sagði mér að kíkja á sig í eitt vínglas en vonandi er hann með meira af víni en það."

„Manchester City getur gert svona hluti gegn öðrum úrvalsdeildarfélögum og ég get ekki beðið eftir síðari leiknum..."
sagði Clough í gríni í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner