Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. janúar 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benfica líklegt til að samþykkja nýtt tilboð frá West Ham
Mynd: Getty Images
West Ham hefur boðið á ný í Gedson Fernandes, miðjumann Benfica. Í gær bauð Chelsea í miðjumanninn. Átján mánaða lánssamningur og krafa á 55 milljón punda kaup í kjölfarið ef leikmaðurinn spilaði að lágmarki helming leikjanna.

West Ham hafði áður boðið 33 milljónir punda eftir átján mánaða lánssamning í Fernandes og hefur nú bætt það tilboð. Fernandes þarf að leika einhverja leiki hjá West Ham til að virkja þessa klásúlu en ekki alveg helming eins og hjá Chelsea.

Benfica er talið hallast að því að samþykkja tilboð West Ham. Benfica telur að leikmaðurinn fái fleiri tækifæri með aðalliðinu hjá West Ham.

Samkvæmt heimildum Sky Sports munu háttsettir menn innan raða Benfica funda um þessi félagaskipti í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner