Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 09. janúar 2020 13:09
Elvar Geir Magnússon
Börkur vísar Lennon sögunum til föðurhúsanna
Börkur Edvardsson, formaður Vals.
Börkur Edvardsson, formaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skil ekki hvaðan þetta kemur," segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, við Fótbolta.net.

Hann segir að ekkert sé til í fréttum þess efnis að Valur sé í viðræðum um kaup á Steven Lennon frá FH.

„Það hafa ekki verið neinar viðræður, eru engar viðræður og engar viðræður eru fyrirhugaðar."

Börkur segir að Valur sé ekki að reyna að fá þennan skoska sóknarleikmnann.

Heimir Guðjónsson, nýr þjálfari Vals, fékk Lennon til FH á sínum tíma og mbl.is sagðist hafa heimildir fyrir því að Hlíðarendafélagið væri búið að ræða við Lennon. Börkur segir þær fréttir alrangar.

Lennon er samningsbundinn FH út tímabilið 2021 en mikið hefur verið rætt um erfiða fjárhagsstöðu félagsins og leikmaðurinn leyndi því ekki fyrir áramót að hann ætti inni vangoldin laun.
Athugasemdir
banner
banner
banner