Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. janúar 2020 15:06
Elvar Geir Magnússon
Fann fyrir óöryggi í Katar vegna ólgunnar milli Bandaríkjanna og Írans
Sergino Dest.
Sergino Dest.
Mynd: Getty Images
Ajax er nú í æfingabúðum í Katar en einn leikmaður liðsins, hægri bakvörðurinn Sergino Dest, yfirgaf landið þar sem hann fann fyrir óöryggi og leið illa.

Það er vegna pólitískrar spennu milli Bandaríkjanna og Írans en Katar er nálægt Íran.

Íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani var myrtur í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Íran svaraði með því að skjóta eldflaugum að bækistöðvum bandaríska hersins í Írak.

Dest er 19 ára og fæddist í Hollandi en á bandarískan föður. Hann ákvað að spila fyrir Bandaríkin og á þrjá landsleiki.

Í yfirlýsingu frá Ajax er sagt að Dest hafi beðið um að yfirgefa æfingabúðirnar þar sem honum leið illa. Dest fer til Amsterdam þar sem hann mun æfa með varaliði Ajax.
Athugasemdir
banner
banner