Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. janúar 2020 17:15
Magnús Már Einarsson
Harry Kane frá keppni fram í apríl
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham, verður frá keppni fram í apríl næstkomandi vegna meiðsla aftan í læri.

Tottenham staðfesti þetta í dag en Kane þarf að fara í aðgerð vegna rifu aftan í læri.

Vonir standa til að Kane geti byrjað að æfa á ný í apríl og þá gæti tekið hann einhvern tíma að komast í gang. Þátttaka hans á EM í sumar ætti þó ekki að vera í hættu.

Kane meiddist gegn Southampton um hátíðarnar og hefur verið frá keppni síðan þá.

Meiðslin eru mikið áfall fyrir Tottenham sem er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, fimm stigum frá Meistardeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner