Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. janúar 2020 15:30
Elvar Geir Magnússon
Lampard gefst ekki upp á Dembele
Moussa Dembele.
Moussa Dembele.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, vill ólmur fá Moussa Dembele, sóknarmann Lyon, í sínar raðir.

Lyon hefur sagt að Dembele verði ekki seldur núna í janúarglugganum en Lampard gefst þó ekki upp og vill láta á það reyna.

Lampard vill fá inn sóknarmann og telur að hinn 23 ára gamli Dembele, sem kom til Lyon sumarið 2018, yrði hin fullkomna viðbót.

Sagt hefur verið að Chelsea gæti reynt að sannfæra Lyon um að fá Olivier Giroud í skiptum. Giroud vill fara frá Stamford Bridge og Lyon er meðal félaga sem hafa áhuga.

Tammy Abraham hefur leikið vel í sókn Chelsea á tímabilinu en Giroud og Michy Batshuayi hafa ekki staðið undir væntingum.

Kaupbanni Chelsea var aflétt en það verður þó erfitt fyrir félagið að fá inn leikmanninn sem það vill fá í janúarglugganum. Jadon Sancho verður seldur frá Borussia Dortmund í fyrsta lagi í sumar og sama gildir um Timo Werner hjá RB Leipzig.
Athugasemdir
banner
banner