Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 09. janúar 2020 15:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd kallar Borthwick-Jackson úr láni
Cameron Borthwick-Jackson.
Cameron Borthwick-Jackson.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur kallað varnarmanninn Cameron Borthwick-Jackson úr láni hjá Tranmere Rovers.

Tranmere leikur í ensku C-deildinni en miðað við viðbrögð stuðningsmanna liðsins þótti Borthwick-Jackson lítið sýna hjá félaginu.

Þessi 22 ára leikmaður lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Manchester United undir stjórn Louis van Gaal árið 2015 og lék fjórtán leiki fyrir félagið tímabilið 2015-16.

Síðan þá hefur hann verið lánaður til Wolves, Leeds, Scunthorpe og Tranmere.

Meiðsli herja á varnarmenn Manchester United eins og við fjölluðum um fyrr í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner