Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 09. janúar 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Mane svekktur - Missti af fagnaðarlátum í Senegal
Sadio Mane.
Sadio Mane.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane er mættur aftur heim til Liverpool eftir að hafa tekið á móti verðlaunum sem leikmaður ársins í Afríku á þriðjudaginn.

Gríðarleg fagnaðarlæti hafa verið í Senegal, heimalandi Mane, eftir verðlaunaafhendinguna. Mane ætlaði að fljúga sjálfur til Senegal í gær en það reyndist ekki mögulegt þar sem flugvélin fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Túnis.

Mane gat því ekki fagnað í heimalandinu en hann er mættur til Liverpool fyrir leikinn við Tottenham á laugardaginn.

„Ég ætlaði að fjlúga til Senegal til að þakka fólkinu í landinu mínu fyrir allt það sem það hefur gefið mér á ferðalagi mínu en því miður gat ég það ekki," sagði Mane.

„Við eigum stóran leik geng Tottenham um helgina sem ég verð að einbeita mér að og vera klár í. Ég er svekktur að hafa ekki náð að komast heim til að segja takk en því miður gat ég ekkert gert í þessum vandamálum."

„Ég mun snúa aftur til Senegal eins fljótt og mögulegt er því að það er mjög mikilvægt fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma öllum þeim sem hafa gert eitthvað fyrir mig, haft trú á mér og leyft mér að spila fótbolta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner