Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. janúar 2020 22:08
Brynjar Ingi Erluson
„McTominay er nútímaútgáfa af Robbie Savage"
Scott McTominay
Scott McTominay
Mynd: Getty Images
Robbi Savage var grjótharður leikmaður
Robbi Savage var grjótharður leikmaður
Mynd: Getty Images
Paul Parker, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, bauð upp á áhugaverð orð er hann ræddi við Eurosport um vandræði félagsins.

Það gengur lítið hjá United þessa dagana en liðið tapaði fyrir Manchester City á dögunum, 3-1, og er liðið úr leik í enska deildabikarnum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, virðist ekki geta komið liðinu á skrið og er Parker með sína útskýringu á vandamálinu. Hann líkir þar McTominay við Robbie Savage, sem spilaði árum saman í ensku úrvalsdeildinni, en hann var iðinn við að sparka menn niður.

„Scott McTominay er frábært dæmi um vandamálin hjá Manchester United. Hann hleypur um allan völl og reynir að sparka í menn. Hann er nútímaútgáfan af Robbie Savage og það þarf eitthvað meira en það," sagði Parker.

„Ef fólk segir að United sakni McTominay þá eru það ekki alvöru stuðningsmenn. Ástæðan fyrir því að hann er meiddur er af því hann reyndi að sparka í einhvern og meiddi sjálfan sig. Ef fólk heldur að United sé svona þá voru þeir stuðningsmenn ekki viðstaddir á góðu tímunum."

„Það kemur mér hreinlega á óvart að Solskjær sé ekki orðinn sköllóttur á að skoða þá möguleika sem hann hefur hverju sinni þegar hann velur leikmenn á miðjuna. Hann hlýtur að fá heilalömun við það að sjá að United er ekki með miðju."

„Það skiptir ekki máli hvern hann setur á miðsvæðið, það er aldrei öruggt að það virki. Ef þú ert að spila í fremstu stöðu þá veistu að þú ert aldrei að fara fá boltann og ef þú ert í vörninni þá veistu að boltinn er að fara koma aftur til þín. Miðjan er vandamálið því þeir eru ekki með miðju,"
sagði Parker aftur á Eurosport.
Athugasemdir
banner
banner