Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. janúar 2020 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Ofurbikar Spánar: Atlético í úrslit eftir ótrúlega dramatík
Angel Correa skorar mark sitt í kvöld
Angel Correa skorar mark sitt í kvöld
Mynd: Getty Images
Barcelona 2 - 3 Atletico Madrid
0-1 Koke ('46 )
1-1 Lionel Andres Messi ('51 )
2-1 Antoine Griezmann ('62 )
2-2 Alvaro Morata ('81 , víti)
2-3 Angel Correa ('86 )

Atlético Madrid bókaði sæti sitt í úrslitum Ofurbikars Spánar er liðið vann Barcelona 3-2 í dramatískum leik. Atlético skoraði tvö mörk undir lok leiks í Sádi Arabíu.

Það var markalaust í hálfleik hjá þessum frábæru liðum en spænski miðjumaðurinn Koke kom Atlético á bragðið strax í upphafi síðari hálfleiks.

Argentínski snillingurinn Lionel Messi jafnaði metin með skoti af stuttu færi áður og hann kom boltanum aftur í netið nokkrum mínútum síðar en VAR dæmdi markið af. Messi handlék þá knöttinn í aðdragandanum.

Það breytti þó litlu fyrir Barcelona því mínútu síðar var Antoine Griezmann búinn að koma Barcelona yfir. Hann skoraði með skalla af stuttu færi og Börsungar komnir yfir.

Brasilíski markvörðurinn Neto stóð á milli stanganna hjá Barcelona í kvöld vegna meiðsla Marc-Andre Ter Stegen en hann gerði sig sekan um slæm mistök er hann braut á Vitolo innan teigs á 80. mínútu. Dómarinn dæmdi víti og skoraði Alvaro Morata úr spyrnunni.

Fimm mínútum síðar var það svo í verkahring Angel Correa til að tryggja Atlético í úrslitin. Neto varði skot frá honum upp í loftið og skoppaði boltinn yfir línuna. Ivan Rakitic reyndi að hreinsa frá áður en boltinn færi yfir línuna en var of seinn.

Lokatölur 3-2 fyrir Atlético sem mætir nágrönnum sínum í Real Madrid þann 12. janúar næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner