Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Tyrkneski Messi orðaður við Brentford
Emre Mor í leik á Laugardalsvelli árið 2016.
Emre Mor í leik á Laugardalsvelli árið 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brentford, í ensku Championship deildinni, er að reyna að fá tyrkneska kantmanninn Emre Mor í sínar raðir.

Emre Mor var keyptur til Borussia Dortmund árið 2016 en hann hafði áður leikið undir stjórn Ólafs Kristjánssonar hjá Nordsjælland í Danmörku

Á þessum tíma var Mor 19 ára gamall og kallaður tyrkneski Messi en miklar vonir voru bundnar við hann.

Mor er núna orðinn 22 ára gamall og ferill hans hefur ekki náð sömu hæðum og reiknað hafði verið með.

Celta Vigo keypti Mor árið 2017 en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá spænska félaginu.

Í dag er Mor á láni hjá Galatasaray en þar hefur hann lítið spilað á tímabilinu og Brentford ætlar nú að freista þess að fá hann í sínar raðir.
Athugasemdir
banner
banner