fim 09. janúar 2020 11:01
Elvar Geir Magnússon
Valverde ekki hrifinn: Erum hér vegna peninga
Ernesto Valverde hefur verið stjóri Barcelona síðan í maí 2017.
Ernesto Valverde hefur verið stjóri Barcelona síðan í maí 2017.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóri Barcelona, er óánægður með breytinguna á spænska Ofurbikarnum og hefði viljað halda í gamla fyrirkomulagið.

Spænski Ofurbikarinn fer fram í Sádi-Arabíu og leika Börsungar gegn Atletico Madrid um að mæta Real Madrid í úrslitaleik á sunnudaginn.

Áður var keppnin þannig að Spánarmeistararnir léku gegn bikarmeisturunum í ágúst.

„Fótbolti er orðinn viðskipti og í viðskiptum er leitað eftir innkomu. Þess vegnar erum við allir hérna í Sádi-Arabíu. Þetta er öðruvísi fyrirkomulag en við erum vanir. Þetta var alltaf fyrsti titillinn og markaði upphaf tímabilsins og mér fannst það fínt," segir Valverde.

„Þessu hefur verið breytt og sjáum til, það má ekki leggja lokadóm fyrr en þetta er búið. Ég er samt ekki viss um þetta."

Spænskur almenningur hefur lítinn áhuga á þessari keppni eftir breytingarnar eins og fjallað var um í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner