Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 09. janúar 2021 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Malta: Gunnar Örvar skoraði tvennu
Gunnar er á láni frá KA.
Gunnar er á láni frá KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Sóknarmaðurinn Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvennu í 4-0 sigri St. Andrews gegn Mqabba FC í B-deildinni á Möltu í dag. Hann fór út af eftir rúmar 75 mínútur.

Gunnar er á láni hjá St. Andrews frá KA á Akureyri. Gunnar er 26 ára gamall KA maður sem einnig hefur leikið með Þór og Magna á sínum meistaraflokksferli.

„Það er fínt að kíkja aðeins út í sólina, mun lítið sakna þess að vera í snjónum og Kjarnafæðismótinu. Það er fínt að fá einhverja alvöru leiki líka," sagði Gunnar Örvar í samtali við Fótbolta.net um félagaskiptin.

Með því að smella hérna má lesa viðtalið í heild sinni.

St. Andrews er í 12. sæti B-deildarinnar en í henni spila 15 lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner