sun 09. janúar 2022 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Aston Villa að vinna baráttuna um Digne
Lucas Digne að öllum líkindum á leið til Villa
Lucas Digne að öllum líkindum á leið til Villa
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa virðist vera að vinna baráttuna um franska vinstri bakvörðinn Lucas Digne en Sky Sports greinir frá þessu.

Digne, sem er 28 ára gamall, er ekki í myndinni hjá Rafael Benítez hjá Everton og vill hann komast frá félaginu í janúar en bæði Chelsea og Newcastle hafa sýnt honum áhuga.

Aston Villa kom inn í myndina í byrjun janúar og virðist félagið nú hafa unnið kapphlaupið um hann.

Samkvæmt Sky Sports eru viðræður Villa við Everton á lokastigi en kaupverðið er í kringum 20 til 25 milljónir punda. Digne á enn eftir að komast að samkomulagi við Villa en það ætti ekki að vera vandamál.

Steven Gerrard, stjóri Villa, er að gera góða hluti á markaðnum en Philippe Coutinho kom til félagsins á dögunum á láni frá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner