Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti leikmaður Bayern hugmyndina að Hungurleikunum?
Javi Martinez.
Javi Martinez.
Mynd: Getty Images
Javi Martinez er Heimsmeistari og hefur unnið þýsku úrvalsdeildina sex sinnum með Bayern München. Það er ekki nóg með það því hann segist einnig hafa átt hugmyndina að Hungurleikunum.

Hungurleikarnir (e. Hunger Games) er skáldsaga eftir Suzanne Collins. Um er að ræða þrjár bækur sem urðu síðar að fjórum kvikmyndum með Jennifer Lawrence í aðalhluverki.

Sögumaður Hungurleikanna er hin sextán ára Katniss Everdeen. Hún býr í ríkinu Panem sem reis á rústum Norður-Ameríku.

Þríleikurinn hefur selst í milljónum eintaka um allan heim og hafa kvikmyndirnar notið mikilla vinsælda. Martinez sá Hungurleikanna í kvikmyndahúsum og hann var hissa.

„Ég hef alltaf haft gaman að því að skrifa," sagði hinn þrítugi Martinez við þýska tímaritið Kicker.

„Þegar ég var táningur byrjaði ég að skrifa bók. Söguþráðurinn var nánast sá sami og í Hungurleikunum. Ég sat í bíóinu og hugsaði, 'þetta er mín hugmynd, sem ég átti fyrir mörgum árum. Höfundarnir hljóta að hafa stolið tölvunni minni'."

Ætli þetta sé satt?
Athugasemdir
banner
banner