Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 09. febrúar 2019 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Kjartan skoraði í fyrsta deildarleik með Velje
Mynd: Getty Images
Það var Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Um var að ræða annan leikinn í dönsku úrvalsdeildinni eftir vetrarfrí.

Velje og SönderjyskE áttust við og var Kjartan Henry Finnbogason í byrjunarliði Velje. Kjartan Henry samdi á dögunum við Vejle eftir stutta dvöl hjá Ferencvaros í Ungverjalandi. Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði á bekknum hjá SönderjyskE og kom hann ekkert við sögu.

Kjartan var ekki lengi að láta að sér kveða. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu. Velja bætti við öðru marki á 24. mínútu.

Staðan í hálfleik var 2-0, en engin mörk voru skoruð í síðari hálfleiknum og lokatölur því 2-0 fyrir Kjartan Henry og félaga.

Góður fyrsti deildarleikur fyrir Kjartan sem er mættur aftur í danska boltann. Hann lék áður með Horsens við góðan orðstír.

Velje er í 13. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. SönderjyskE er í 11. sæti með þremur stigum meira.
Athugasemdir
banner
banner
banner