Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 15:18
Arnar Helgi Magnússon
Einkunnir Fulham og Man Utd: Franska tvíeykið best
Pogba og Jones fagna í dag.
Pogba og Jones fagna í dag.
Mynd: Getty Images
Manchester United átti ekki í vandræðum með Fulham þegar liðin mættust í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Paul Pogba skoraði tvennu í dag og er hann núna kominn með 11 deildarmörk. Hann hefur aldrei skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili en núna á þessu tímabili. Hann var valinn maður leiksins af Sky Sports.

Martial var einnig frábær í leiknum en Frakkarnir í lið United verið að ná mjög svo vel saman undanfarnar vikur.

Það var enginn í liði Fulham sem að náði sér almennilega á strik í leiknum en nokkrir leikmenn fengu fimm í einkunn, aðrir fengu falleinkunn.

Fulham: Rico (4), Odoi (3), Le Marchand (3), Ream (5), Bryan (5), Schurrle (5), Chambers (5), Seri (4), Vietto (5), Babel (4), Mitrovic (5).

(Varamenn) Christie (5) - Cairney og Sessegnon spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.

Man Utd: De Gea (6), Dalot (7), Jones (8), Smalling (8), Shaw (7), Herrera (8), Matic (7), Mata (7), Pogba (9), Martial (9), Lukaku (6).

Varamenn: Sanchez (6), McTominay (6) - Bailly spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Maður leiksins: Paul Pogba
Athugasemdir
banner
banner