Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   lau 09. febrúar 2019 17:15
Arnar Helgi Magnússon
Guðni: Kosningabaráttan kannski einum of
Guðni þakkar fyrir sig í dag.
Guðni þakkar fyrir sig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frambjóðendurnir tveir.
Frambjóðendurnir tveir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ næstu tvö árin en hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í kosningu á ársþingi sambandsins í dag.

Guðni fékk 119 atkvæði gegn 26 atkvæðum Geirs. Auðir seðlar voru 2. Guðni fékk því 81% atkvæða.

„Það er gott að vinna afgerandi sigur og ég held að þetta sé sigur fyrir þá stefnu og fyrir það sem við höfum verið að gera og hrint í framkvæmd. Við erum bara rétt að byrja en þetta er jákvætt fyrir okkur öll og mig sem formann."

Guðni segir að könnunin sem Stöð 2 Sport gerði hafi gefið sterka vísbendingu um það að sigurinn gæti orðið stór.

„Ég var bjartsýnn fyrir nokkru síðan með þetta en könnunin sem að Stöð 2 Sport gerði gaf manni staðfestingu á því að þetta gæti allt saman farið mjög vel."

„Kosningarbaráttan var kröftug. Okkur var stillt upp í kappræðum og þá verða málin oft svolítið heit. Ég held að okkur báðum hafi fundist þessi kosningarbarátta kannski einum of. Hún var heit á köflum og snörp. Þetta náði í raun langt út fyrir fótboltann."

En hvaða verkefni eru framundan og hvaða verkefni eru stærst?

„Þau eru svo mörg. Við vorum að tala um það að okkur vantar fleiri sjálfboðaliða, passa upp á það að fá fyrirtæki til að styðja fótboltann, vonandi kemst frumvarpið um endurgreiðslu á hlutakostnaði íþróttamannvirkja í gegn, jöfnun á ferðakostnaði, Laugardalsvöllur, þróun á knattspyrnusviði úti í aðildarfélögunum þannig að listinn er alveg óendanlega langur. Það verður gaman að takast á við þetta."

Guðni er sáttur með það hvernig þingið tókst til í dag.

„Já, mér fannst það vera kröftugt og skemmtilegt þing. Það setur þetta alltaf í samhengi þegar það er svona kosningarbarátta og þá kannski sérstaklega formannsslagur, ég er orðinn reynslubolti í þeim. Það var ekkert að gerast hérna árum áður."

Á þinginu var ársreikningur KSÍ fyrir árið 2019 samþykktur, en í ársreikningnum er meðal annars gert ráð fyrir yfirmanni knattspyrnumála.

„Í mínu huga var þetta aldrei spurning, nokkrir mánuðir til eða frá. Ég er viss um að þetta mun efla okkar starf og ekki síður er ég spenntur fyrir þessum vinkli varðandi það hvernig við vinnum með aðildarfélögunum."

Guðni sagði að lokum að það yrði ekki langt í það að ráðið yrði í stöðu yfirmanns knattspyrnumála og að Arnar Þór Viðarsson kæmi alveg eins til greina.

Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner