Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 13:57
Hafliði Breiðfjörð
Heiðursformanni úthýst af fundum stjórnar KSÍ
Geir og Eggert eru tveir af þremur heiðursformönnum KSÍ.
Geir og Eggert eru tveir af þremur heiðursformönnum KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessa stundina stendur yfir ársþing KSÍ á Hilton hótel Nordica á Suðurlandsbraut. Nú er verið að fara yfir breytingar á lögum sambandsins og þar má meðal annars sjá breytingu á lögum um heiðursformann sambandsins.

Ellert B. Schram, Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson fyrrverandi formenn sambandsins eru í dag heiðursformenn.

Geir ákvað að fara fram gegn Guðna Bergssyni núverandi formanni í formannskjörinu sem fer fram á þinginu síðar í dag. Guðna sárnaði að fá heiðursformanninn gegn sér eins og áður hefur komið fram.

Áður en breytingin tekur gildi kemur fram að Heiðursformenn hafi rétt til setu á fundum stjórnar sambandsins og á knattspyrnuþingum og hafa þar málfrelsi.

Í breyttum lögum er búið að taka út setninguna um að heiðursformaður hafi rétt til setu á fundum stjórnar sambandsins og eftir situr að hann hefur bara rétt til setu á knattspyrnuþingum og hefur þar málfrelsi.
Athugasemdir
banner
banner
banner