Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. febrúar 2019 18:36
Arnar Helgi Magnússon
Hólmbert og Aron Elís skoruðu báðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson og Aron Elís Þrándarson voru báðir á skotskónum þegar Álasund mætti norska liðinu Florø í dag.

Um var að ræða æfingaleik á undirbúningstímabilinu en deildin hefst í lok mars. Leiknum lauk með 3-0 sigri Álasund.

Florø leikur í 2. deildinni í Noregi en Álasund mistókst að komast upp í úrvalsdeildina eftir að hafa farið í umspil um laust sæti við Stabæk.

Hólmbert Aron var valinn leikmaður ársins í norsku B-deildinni á síðasta tímabili en hann skoraði 19 mörk og var næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Tommy Hoiland hjá Viking.

Álasund hefur á undanförnum vikur sýnt Davíði Kristjáni, leikmanni Breiðabliks, mikinn áhuga á síðustu vikum og buðu meðal annars í leikmanninn en Blikar vilja betra tilboð.



Athugasemdir
banner
banner
banner