Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 09. febrúar 2019 14:52
Magnús Már Einarsson
KSÍ gæti skipt um merki
Mynd: Merki
Opnað hefur verið á möguleika á að breyta merki KSÍ eftir lagabreytingu á ársþingi sambandsins í dag

„Merki KSÍ sýnir fánaveifu og knött fyrir ofan KSÍ skammstöfunina. Merkið er í íslensku fánalitunum, grunnurinn er hvítur, bókstafir bláir, fánaveifa blá, hvít og rauð, og knöttur blár og hvítur," sagði áður í lögum KSÍ.

Eftir breytingu segir: „Merki KSÍ er eign KSÍ og verndað af vörumerkjarétti. Merki KSÍ er í íslensku fánalitunum."

KSÍ getur því skipt um merki en á samfélagsmiðlum hefur áður verið kallað eftir því að taka upp gamalt merki sem sambandið notaði á árum áður.

Hér í fréttinni má sjá núverandi merki og hér að neðan má sjá gamla merkið.
Athugasemdir
banner
banner