Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 09. febrúar 2019 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars sendi Hilmari stuðningskveðjur fyrir ársþingið
Hilmar Þór Norðfjörð.
Hilmar Þór Norðfjörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ársþing KSÍ fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag.

Hæst ber formannsslagur á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar, en einnig er verið að kjósa í stjórn og varastjórn KSÍ.

Sjá einnig:
Fimm vilja í stjórn KSÍ - Formannsslagur Guðna og Geirs

Meðal þeirra sem bjóða sig fram er Hilmar Þór Norðfjörð, fyrrum fjölmiðlafulltrúi hjá KSÍ. Hann býður sig fram í varastjórn. Hilmar var fjölmiðlafulltrúi KSÍ frá 2013 til 2018.

Hilmar greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að hann hafi fengið stuðning úr góðri átt.

„Fékk þetta sent frá Helene konu Lars Lagerback en allir vita að hún á stóran þátt í velgengni Lars og landsliðsins. Þykir ótrúlega vænt um þetta," skrifar Hilmar, en skilaboðin frá Helene voru svohljóðandi:

„Halló Hilmar. Við heyrðum að þú værir að bjóða þig fram í stjórn KSÍ. Ég vil bara segja þér að það var gott að vinna með þér á tíma mínum hjá íslenska landsliðinu og við vonum að þér gangi vel í kosningunum. Bestu kveðjur, Lars og Helene."


Athugasemdir
banner
banner